Karlotta og Fanney fengu til sín yndislegan gest, hana Fanneyju Sigurðardóttur. Fanney kemur fram undir nafninu Fanney_stjörnuspeki á Facebook og Instagram og grúskar þar í dulúðlegum fræðum stjörnumerkjanna og býður þar upp á að gera fyrir fólk stjörnukort og einkatíma með lestri og túlkun. Fanney kom til okkar og ræddi við okkur um næmnina og geðhvarfasýkina sem hún var greind með árið 2011. Skyldi hún lesa í stjörnurnar fyrir okkur?