Gestur þáttarins er Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði. Viðfangsefni þáttarins eru AFBROT; glæpir, refsingar, fangelsisvist og tenging mismunandi málaflokka við feðraveldið.
Í þessum þætti fjöllum við um ofbeldi, þ.m.t. andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Þátturinn er því þungur á köflum og honum fylgir TRIGGER WARNING.
Af hverju fremur fólk glæpi? Hvernig er að vera í fangelsi á Íslandi? Er einhver rót eða baksaga sem flestir fangar eiga sameiginlega? Eru meðferðarprógrömm í boði fyrir fanga í fangelsum? Hvað gera þeir þegar þeir losna? Af hverju er svona há prósenta fanga karlkyns? Finnst Íslendingum íslenskir dómarar yfirleitt fella of létta eða þunga dóma? Í hvers konar samfélagi viljum við búa?
Frelsissvipting, feðraveldið, réttarkerfið, afglæpavæðing, sjálfsskoðun, siðferði, ábyrgð, boys will be boys, öryggi borgara, ómanneskjuleg fangelsi og fangar á vinnumarkaðnum.