Gestur þáttarins er Bjarni Snæbjörnsson leikari og höfundur. Við spjöllum um SJÁLFSVINNU, hinseginleikann, leiklist og berskjöldun Við tölum um fiðrildi, útópíur, hugleiðslu og innsæi.
Hvernig vinnur man úr fortíðinni? Verður alltaf jafn erfitt að eiga erfið samtöl? Hvernig væri heimurinn ef við værum öll samþykkt og velkomin nákvæmlega eins og við erum? Hvernig endurforritar man sínar eigin minningar? Hvort eru vísundar eða víshundar á sléttum Ameríku?
Segulmögnun, hugrekki, kvíði, react vs. response, glansmynd, að taka ábyrgð á sjálfum sér, tobemagnetic.com, Góðan daginn faggi, partavinna, kynslóðatrauma, að hlaupa beint í gegnum þrumuskýin til þess að komast í sólina, að endurforrita taugaenda, kvikmyndin Stutz eftir Jonah Hill.