Gestur þáttarins er Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur og viðfangsefni þáttarins er ÁSTIN. Við spjöllum við Ásu um nýju kvikmyndina hennar Svar við bréfi Helgu og hvernig ástin birtist í henni, framhjáhöld, ákvarðanir og ákvarðanaleysi. Við ræðum líka um vinnuna sem fer fram bakvið tjöldin; starf leikstjórans, persónusköpun og leikaravinnu.
FEITUR SPOILER ALERT! Ef þú hefur ekki séð myndina SVAR VIÐ BRÉFI HELGU þá inniheldur þessi þáttur fullt af spilliefni sem tengist henni. Við mælum með að þú kíkir í bíó.
Af hverju heldur fólk framhjá? Hvernig og hvenær veit fólk hvort það á að berjast fyrir ástinni? Trúir þú á ástina?
Tragedíur, huldumeyjar, svik, vilji og hindranir, brenglaðar hugmyndir um lífið og ástina, væntingar vs. veruleiki, prótótýpur og goðsagnakenndar tímalínur lífsins.