Fimmtudagur 22. ágúst
Útvarp Palestína, 4. þáttur
Í fjórða þætti Útvarps Palestínu fá Magga Stína og Sara Stef til sín systurnar Katrínu Pálmadóttir Þorgerðardóttir, doktorsnema í heimspeki sem starfar með baráttuhópnum Háskólafólk fyrir Palestínu á Íslandi og Valgerði Pálmadóttur Þorgerðardóttur, nýdoktor og hugmyndasagnfræðing við Sagnfræðistofnun HÍ. Enginn háskóli á Íslandi hefur fordæmt þjóðarmorðið á Palestínumönnum á meðan samstarfi við Rússa var umsvifalaust slitið í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Ein alvarlegasta birtingarmynd þjóðarmorðsins afhjúpast einnig í því sem kallast menntamorgð (e. scholasticide) en það gerist þegar sögu, menningu og vísindum þjóðar er kerfisbundið eytt. Allir háskólar bókasöfn eða skjalasöfn hafa verið spengd á Gaza.
Útvarp Palestína - 4. þáttur - María og Valgerður Pálma og Þorgerðardætur