Í þessum fjórða þætti af Þínu eigin hlaðvarpi flettir Ævar í gegnum Þitt eigið ævintýri. Hann segir frá því hvernig það sem maður les þegar maður er lítill getur haft áhrif á það sem maður skrifar þegar maður verður stærri, útskýrir hvað í ósköpunum 2. persóna er, svarar fjölmörgum spurningum og minnist örlítið á miðaldaklósett. Þá er upplesturinn úr Þínum eigin undirdjúpum einstaklega stórhættulegur í dag.
Viltu senda spurningu inn í þáttinn? Kíktu á aevarthor.com