Aníta Rut Hilmarsdóttir, viðskiptastjóri í eignastýringu hjá Fossum fjárfestingabanka, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í fjárfestingum hjá sjóðastýringarfélaginu Vex, stofnuðu samstarfsvettvanginn Fortuna Invest ásamt Kristínu Hildi Ragnarsdóttur. Tilgangur Fortuna er að stuðla að auknu fjármálalæsi og auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði. Í þættinum ræða þær Aníta og Rósa um ræða um fjárfestingar, sparnað, fjármálalæsi, kynjahlutföll á markaði og margt annað – auk þess sem þær velta upp spurningunni hvort að fjárfestingar séu fyrir alla.
#107 – Fjárfestingar og fjármálalæsi með Fortuna Invest