Hlaðvarp Þjóðmála er upplýsandi hlaðvarp. Við fengum því góðan vin þáttarins til að lesa upp hluta af úrskurði Samkeppniseftirlitsins þar sem samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Gunnars ehf. var ógildur. Eftir að hafa skoðað málið í heila níu mánuði er það mat Samkeppniseftirlitsins samruninn hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir samkeppni, viðskiptavinum og neytendum til tjóns, eins og það var orðað í tilkynningu á vef eftirlitsins. Hér er majónesmarkaðurinn greindur í þaula og mikilvægt að þjóðin sé vel upplýst um alla anga málsins. Ekki ríkir þó ágreiningur um sinnepsmarkaðinn.
#113 –Djúpgreining SKE á majónesmarkaði – Upplestur