Út er komin bókin Kóreustríðið eftir breska sagnfræðinginn Max Hastings, í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Magnús Þór er gestur í hlaðvarpi Þjóðmála þar sem hann fjallar um bókina, pólitíkina á bakvið stríðið, af hverju það er stundum talað um Kóreustríðið sem týnda stríðið, af hverju því lauk í raun aldrei, hvaða afleiðingar það hefur enn í dag, hvaða áhrif stríðið hafði á Ísland og marga aðra vinkla sem þessu tengjast.
#101 – Allt sem þú vilt vita um Kóreustríðið og hvaða áhrif það hafði á heiminn