Þjóðmál

Þjóðmál

Gestur Pálmason stjórnendaráðgjafi hefur á undanförnum árum unnið með stjórnendum fyrirtækja, leiðtogum innan félagasamtaka og stjórnmálamönnum bæði hér á landi og erlendis. Hann mætir í Þjóðmálastofuna og ræðir um það hvort að sömu lögmál gildi um leiðtoga í ólíkum geirum, um leiðtoga sem verða værukærir og lenda í kyrrstöðu, hvort að stefnumótun sé ofnotað hugtak, hvort og þá hvernig markmið við ættum að setja okkur, um leiðtoga sem eru svo uppteknir í daglegum amstri að þeir gleyma að móta framtíðarsýn og margt fleira.

#181 – Kyrrstaða er vond staða – Hvernig er hægt að bera betur í dag en í gær?Hlustað

11. des 2023