Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna. Rætt er meðal annars um hvalveiðar, stöðuna í sjávarútvegi, áhrif loðnubrests, lífið í Eyjum, stöðuna í pólitíkinni, tilraun fjármálaráðherra til að siga löggunni á samkeppnina og svar dómsmálaráðherra við því, menntastefnu sem hefur litlum árangri skilað og margt fleira.