Þjóðmál

Þjóðmál

Þórður Pálsson mætir í Þjóðmálastofuna og fjallar um aðdraganda og eftirmála fjármálahrunsins haustið 2008, þar sem nú eru liðin 15 ár frá þeim tíma. Við fjöllum um það hvort að staða Íslands hafi verið öðruvísi en annarra ríkja, hvort það sé eðli fjármálamarkaða að taka dýfur eða jafnvel hrynja með reglulegu millibili, hvort og þá hvernig hagkerfið hefur breyst síðan þá og margt fleira. Við tökum einnig stöðuna á hagkerfinu nú, horfurnar í efnahagsmálum, of mikil ríkisútgjöld, háa verðbólgu og aðgerðir Seðlabankans. Þá er einnig rætt um ESG staðla og dyggðarskreytingar fyrirtækja yfir eigin verkum í þeim málum og loks tökum við spurningar úr sal í kaffihúsaspjallinu okkar. Stútfullur þáttur fyrir spyrjandi þjóð.

#165 – Haustfundur með Þórði Pálssyni – 15 ár frá hruni – ESG staðlar sem enginn bað umHlustað

06. okt 2023