Þrír á stöng

Þrír á stöng

Aaaaaaveió veió Þrír á stöng lokar vetrinum með óhefbundnu sniði og fær til sín gestastjórnanda. Símalínur voru rauðglóandi og var hringt í nokkra valinkunna veiðimenn og -konur og staðan tekin á sumrinu það sem af er og rætt hvað liggi framundan. Fætinum var drepið niður víða og fræðumst við um veiði um víða veröld ásamt því að heimavöllurinn er tekinn fyrir. Við tökum svo upp þráðinn að nýju í haust uppfullir af veiðisögum og reynslunni ríkari. Við viljum þakka öllum okkar tryggu hlustendum fyrir hlustunina og fyrir að taka þátt í umræðunni með okkur. Síðast en alls ekki síst þökkum við styrktaraðilum þáttarins, án þeirra væri þetta ekki hægt! Takk @flugubúllan @malbygg @veiðikortið fyrir að styðja við bakið á okkur. Strekktar línur - heyrumst í haust!

#22 Á tali hjá Þrír á stöngHlustað

02. jún 2022