Þú veist betur

Þú veist betur

Þá erum við farin aftur af stað á nýju ári og við ætlum að byrja á því sem sameinar okkur öll, andardrættinum. Ég rakst á bók fyrir jól eftir James Nestor sem heitir Andardráttur eða Breath. Mér fannst hún forvitnileg og hámaði hana í mig en það var ekki nóg að lesa um þær villigötur sem við erum komin á varðandi öndun, ég varð að kynna mér málið betur. Svo fyrsti þáttur ársins 2023 fer í það að kjarna okkur, huga að vélinni sem keyrir okkur áfram og komast að því hvort hún sé rétt stillt. Til þess að fara yfir þetta með mér fékk ég til mín Andra ?. Sem hefur þjálfað fjöldan allan af fólki í því að anda rétt, til þess að líða betur og virka betur. Sjálfur hef ég tekið eftir breytingum frá því að ég athugaði málið, og er þetta mín leið til að framlengja boðskapinn, því að anda er frítt, við þurfum kannski bara að rifja upp hvernig er best að gera það Umsjón: Atli Már Steinarsson Aukaefni: James Nestor - Andardráttur

ÖndunHlustað

05. feb 2023