Þú veist betur

Þú veist betur

Hafið þið einhvertíman pælt í því að nánast allt í kringum ykkur er málning? Hvort sem hún er á veggjum, í loftinu, utan á húsum eða ofan á þeim er málning eitthvað sem við komumst í tæri við á hverjum einasta degi. Og hugsum líklegast ekki neitt út í það. Nema auðvitað þegar við þurfum að taka þessa stóru ákvörðun um hvernig umhverfi okkar eigi að vera á litinn. Sem gerist ekkert það oft, ég hef að minnsta kosti ekki málað oft yfir ævina og þessvega tel ég mig ekki vera neitt sérstaklega góðan í því. Ég hef heldur ekki þurft að pæla mikið í því hvaða litir mér finnist flottir og hverjir þeirra passa saman svo verkefnið vex mér oft í augum. Þá er gott að hafa menn eins og Garðar Erlingsson á kantinum, mann með reynslu sem getur haldið í höndina á manni og séð til þess að maður geri ekki einhverja vitleysu. Og svarað öllum spurningum manns í leiðinni, sem hann ætlar einmitt að gera í þessum þætti. Umsjón: Atli Már Steinarsson

MálningHlustað

16. okt 2022