Þú veist betur

Þú veist betur

Nánast allt í okkar daglega lífi tengist batteríum á einhvern hátt. Við erum hugsanlega hætt að taka eftir því en tölvurnar okkar, símarnir, fjarstýringar og þar fram eftir götunum eru keyrð áfram af batteríum. Og talandi um að keyra, þá eru batterí í öllum bílum, hvort sem þeir eru knúnir áfram af eldsneyti eða rafmagni. Þannig að þau eru allt í kringum okkur og án þeirra værum við enn föst í moldarkofunum. Eða þetta er allavega mín skoðun eftir að ég fékk hana Önnu Bergljótu Gunnarsdóttur til að útskýra hvernig þau virka. Og það kemur í ljós að þetta er aðeins flóknara en ég hélt. Svo ef þið skiljið ekki allt, ekki örvænta, það eru myndir á netinu sem hjálpa til að sjá þetta fyrir sér. Ég sameina söguna og virkni battería í eina heild, enda erfitt að tala um fortíðina án þess að skilja um hvað er verið að tala. Umsjón: Atli Már Steinarsson

BatteríHlustað

27. nóv 2022