Þú veist betur

Þú veist betur

Öll tökum við myndir, hvort sem við hugsum eitthvað frekar út í það eða ekki. Símarnir okkar eru oft valdir út frá því hversu góð myndavél sé á þeim og dagarnir þar sem fólk fór og keypti filmur eru að mestu leyti liðnir. Meira að segja eru dagar stafrænna myndavéla komnir og farnir, þá meina ég helst þessara myndavéla sem almenningur keypti og hafði með sér út um allar trissur. Með minniskortum og tilheyrandi umstangi. Svo það er ekki skrýtið ef myndirnar sem við tökum séu búnar að missa gildi sitt að einhverju leyti, þær fara ekki upp á vegg eða í myndaalbúm, heldur enda flestar bara í skýi einhversstaðar út í heim eða á samfélagsmiðlum. Sem er auðvitað nánast eini og sami staðurinn. Persónulega tek ég mér ekki einu sinni tíma í að skoða þær aftur, eða allavega mjög sjaldan, svo hver er tilgangurinn orðinn? Af hverju tökum við myndir og höfum við misst skynbragðið á það hvað sé góð mynd? Mig langaði til að athuga málið frekar og hún Laufey Ósk Magnúsdóttir var tilbúin að mæta til mín og fara aðeins yfir þessar spurningar og fleiri í þættinum í þetta skiptið. Þess má geta að ákkúrat núna er í gangi heimildasería á Rúv sem heitir Ímynd þar sem ljósmyndun er skoðuð í mjög ítarlegu máli svo við tókum ekki mjög langan tíma í söguna, þar sem henni eru gerð ítarleg skil þar. Við reynum þó að stikla á stóru áður en við pælum betur í hvað það er að læra ljósmyndun, hvernig við hugsum um ljósmyndir og hvað ljósop, hraði og iso þýða eiginlega. Umsjón: Atli Már Steinarsson Aukaefni: Þættirnir Ímynd á Rúv : https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/imynd/30950/975631

LjósmyndunHlustað

12. feb 2023