Þú veist betur

Þú veist betur

Er ég einn um að finnast eins og það sé smá vor í lofti? Það er að minnsta kosti bjartara yfir og andleg líðan þjóðarinnar vonandi á uppleið í samhengi við það. En hvort sem það er sól, snjór, rok eða rigning höldum við áfram með þú veist betur og í þetta skipti er líftækni undir. Ég vil byrja á því að benda á að einn af fyrstu þáttum af Þú veist betur fjallaði um erfðir, í þeim þætti fór ég og hitti á Kára Stefánsson þar sem hann fór yfir þetta allt saman með mér. Hugarefni okkar er auðvitað tengt erfðum en er á sama tíma svo miklu meira. Gestur þáttarins er Eiríkur Steingrímsson sem hefur verið í bransanum lengi, veit meira en flest og ég er ekki frá því að eftir samtal okkar hafi ég verið þokkalega sannfærður um að viðfangsefni þáttarins er nátengt því hvernig við horfum til framtíðar. Við ætlum að fara yfir sögu þessarar greinar, hvernig samkvæmisdans erfðafræði og líftækni er ásamt því auðvitað að horfa til framtíðar og hvað gæti verið handan við hornið.

LíftækniHlustað

18. feb 2024