Þú veist betur

Þú veist betur

Við virðumst vera frekar íþróttalega sinnuð þessa dagana þar sem við förum frá íþróttasálfræðinni í síðasta þætti yfir í rafíþróttir. Sjálfur hef ég spilað og haft gaman af tölvuleikjum síðan ég var krakki, og verandi fæddur árið 1986 þá hef ég haft tækifæri til að fylgjast með þróun leikja og internetsins frá fyrstu hendi. Ég sat inn í geymslu með PC turn og spilaði leiki af diskettum en spila núna risa leiki í gegnum internetið sem leyfa mér að gera hluti sem mér hefði ekki dottið í hug að yrðu nokkurtíman mögulegir í geymslunni góðu. En jafnvel þó ég telji mig vera frekar opinn varðandi tölvuleiki þá hef ég oft átt erfitt með að hugsa um þá sem íþrótt, eða bara hvernig maður nálgist það að spila tölvuleiki. Þróunin er svo hröð eins og með allt nú til dags að við náum ekki að halda í við hana og bregðast við breyttum venjum eða þörfum sem koma í kjölfarið. Mig langaði þessvegna til að læra meira, fræðast og heyra um rafíþróttir og fékk ég til mín Ólaf Hrafn Steinarsson til að leiða okkur í allan sannleikann um þetta allt. Umsjón: Atli Már Steinarsson

RafíþróttirHlustað

01. maí 2022