Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Í þessum þætti höldum við áfram að velta fyrir okkur tilveru og þróun Íslenska svartmálmsins og gerum heiðarlega tilraun til að merkja bylgjur og/eða kaflaskil inn á ímyndað tímatal hvar ár og atburðir eru á reyki, eins og vera ber (senur og list er ekki stærðfræði, heldur flæðandi). Til að gæta þess að viðfangsefnið sé nálgast frá sem flestum sjónarhornum og af miklu innsæi og reynslu fengum við Þóri Garðarsson (Vafurlogi, Svartidauði, Sinmara o.fl), Tómas Ísdal (Naðra, Misþyrming, Carpe Noctem o.fl.) og Friederiku Wießner Petrudóttur (Mondernte) til liðs við okkur og áttum langt, ítarlegt og gott spjall.Þessi kvöldstund er í boði Malbygg. Malbygg er brugghús hvers hágæða handverksdrykkir eiga sannarlega upp á pallborðið hjá Stokkið í eldinn og mun víðar. Finnið og fylgið Malbygg á netinu:Heimasíða.Facebook.Instagram.Tónlist í þættinum:MARTRÖÐ - Draumleysa af Transmutation of Wounds (2016)ANDVALD - Afvegaleiðsla af  Undir skygg​ð​arhaldi  (2019)CARPE NOCTEM - Vargsf​æ​ð​ing af Carpe Noctem (2009)Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöfÞessi þáttur hefði ekki verið mögulegur án Málmsmiðjunnar. Málsmiðjan er viðtalshlaðvarp með fókusinn á þungu Íslensku rokki af öllum gerðum. Frábær viðtöl og heimild. Besta leiðin til að kynnast persónum og leikendum Íslenska jaðarssin.Málmsmiðjan er á Spotify. Andkristni MMXXIII. 21.& 22. desemberElsta þungarokks hátíð á Íslandi, hin árlega Andkristni hátíð snýr aftur og nú stærri en nokkru sinni fyrr. Í fyrsta skipti verður hátíðin haldin í IÐNÓ, elsta tónleika stað í Reykjavík. Þriggja daga veisla sem enginn svartmálms aðdáandi ætti að láta framhjá sér fara.Miðasala.

026. Íslenskur Svartmálmur (önnur bylgja) m. Tómasi Ísdal, Friederike Wießner og Þóri GarðarssyniHlustað

10. des 2024