KR-Miðjan og Puma-Sveit Keflavíkur eru tvær stærstu stuðningsmannasveitir landsins, og hafa marga fjöruna sopið í þeim fræðum. Við töluðum um sjónarhorn stuðningsmannsins og sögðum fræknar sögur af afrekum þessara skrautlegu og oft umdeildu sveita. Quiz'ið er á sínum stað, og svo deildu þeir félagar um sameiginlegt All-Time lið Keflavíkur og KR! Þetta eru menn með skoðanir.