Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Hádramatík – háfantasía – há … r … já, hár! Final Fantasy XVI er til umræðu í þætti vikunnar. ENN á ný erum við í nýju stúdíói (þó í sama rými, bara aðeins til hægri) og án Gunnars. Í hans stað kemur FF nördinn og altmultigtmaðurinn Geir Finnsson. Hann hefur verið heltekinn af seríunni síðan um aldamótin síðustu og ræðir leikinn í þaula við Arnór Stein. Bardagakerfi, karakterar, vondukallar og tónlist. Þetta og MARGT fleira í stút fullum þætti. Smá höskuldarviðvörun fylgir þættinum. Við ræðum plottið nokkuð djúpt og einnig um nokkra karaktera. Þér hafið verið viðvöruð. Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano

173. Final Fantasy XVI - með Geir FinnssonHlustað

30. ágú 2023