Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Annar þáttur af tveimur sem kemur út í dag! Hellblade 2 kom út í maí og við ætlum að sjálfsögðu að fjalla um hann. Saga baráttukonunnar frá Orkneyjum heldur áfram og hér er ekkert gefið eftir. Hún heldur til Íslands til að granda þrælasölum þar. Ekkert glens hér á ferð. Arnór Steinn og Gunnar taka leikinn fyrir og ræða allar hliðar. Sagan, combat kerfið, útlitið og margt fleira! Er þessi leikur þess virði? Við pælum vel í því saman. Við spillum ekki fyrir neinu alvarlegu í þættinum, þannig ykkur er óhætt að hlusta! En við segjum í hreinskilni hvað okkur finnst og það er margt. Hvað fannst þér? Er spenna hjá ykkur fyrir þessum leik? Endilega tékkið á þætti 207 þar sem við ræddum við Aldísi Amah Hamilton um hennar hlutverk í leiknum! Virkilega gott og fræðandi spjall. Þátturinn er í boði Elko Gaming.

209. Hellblade 2 - gerist á Íslandi með TVEIMUR íslenskum aðalleikurum!Hlustað

12. jún 2024