Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Við þekkjum öll þetta fyrirtæki. Það var kosið versta fyrirtæki Bandaríkjanna tvö ár í röð, reyndi að plokka peninga af spilurum oftar en þrisvar og hefur margt, margt, MARGT á ferilskránni sem gerir það umdeilt og hatað í tölvuleikjaheimum. En ... af hverju? Af hverju er Electronic Arts svona hatað? Hvað gerði þetta fyrirtæki til að verðskulda þessi viðbrögð? Arnór Steinn og Gunnar kafa í konseptið í tja ... allavega fyrsta þættinum okkar um EA. Við skautum yfir sögu þeirra til sirka 2003 og skoðum hvaða viðskiptahættir, attitjúd og skandalar áttu sér stað og hvað mögulega fylgdi þeim til nútímans. Í seinni þættinum sem kemur út eftir nokkrar vikur fjöllum við um restina af sögunni.  Hvað finnst þér um EA? Endilega sendu á okkur ef það er eitthvað sem við gleymdum að fjalla um eða sögðum ekki alveg rétt frá! Þátturinn er í boði Elko Gaming og Hringdu. 

106. Electronic Arts hluti I - Skrýmsli fæðistHlustað

04. maí 2022