Umræðan

Umræðan

Iceland Airwaves er 20 ára í ár - eldri en margir sem koma fram á hátíðinni. Enda er hún fyrst og fremst hátíð nýjabrumsins í íslenskri tónlist, tækifæri fyrir unga listamenn til að opna bílskúrshurðina, lofta út og hleypa ljósinu inn.Í hlaðvarpi Umræðunnar að þessu sinni ræðir Atli Bollason m.a. sögu Iceland Airwaves, áhrif hennar á íslenska tónlistarmenningu, þróun hátíðarinnar og tækifærin fyrir ungt tónlistarfólk. Viðmælendur hans eru Árni Matthíasson, blaðamaður og tónlistargagnrýnandi, Anna Ásthildur Thorsteinsson, vefstýra Iceland Airwaves, og Katrín Helga Andrésdóttir, tónlistarkona sem hefur starfað með RVK DTR, Hljómsveitt og Special K.

Iceland Airwaves 20 áraHlustað

31. okt 2018