Ungliðaspjallið er þáttur í umsjón ungliða frá ýmsum félagasamtökum. Rætt um málefni líðandi stundar frá forsendum unga fólksins og fengið gesti af eldri kynslóðinni með reynslu
Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
María Rut Kristinsdóttir pælir í pólitík með hlustendum og góðum gestum. Þáttaröðin er óður til lýðræðis og ætluð sem hvatning til fólks til að mynda sér skoðun, taka þátt í samfélagsumræðu og pæla í pólitík.
Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð fjallar um aðkomu almennings í gerð og breytingum á stjórnarskrám. Rætt verður við þátttakendur, aktívista og sérfræðinga um þátttökulýðræði og stjórnarskrárbreytingar.