Nýr þáttur á Samstöðinni í umsjón ungliða frá mismunandi félögum, flokkum og hreyfingum.
Rætt er um málefni líðandi stundar út frá forsendum og sjónarhorni unga fólksins. Stjórnendur þáttarins eru Karl Héðinn Kristjánsson frá Ungum Sósíalistum, Jósúa Gabríel Davíðsson frá Ungum Vinstri Grænum, Þorvarður Bergmann Kjartansson frá ASÍ-Ung og Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir frá ungum Pírötum. Við tökum fram að við stjórnum þættinum ekki formlega fyrir þessar hreyfingar heldur tölum út frá okkar sjónarmiðum.
Í fyrsta þættinum fengum við til okkar Birgittu Jónsdóttir fyrrverandi þingkonu, ljóðskáld og aktívista en áður en hún kemur inn í spjallið ræddum við okkar á milli um hvalveiðar, útlendingaandúð og samfélagsmiðlana. Um umhverfismálin og mikilvægi þess að virkja fólk til stjórnmála- og félagaþátttöku og hvernig er hægt að stuðla að slíku. Fullpakkaður þáttur sem þið viljið ekki missa af!