Björn Leví Gunnarsson er þingmaður Pírata sem hefur beitt sér gegn spillingu á Íslandi um árabil og er dyggur stuðningsmaður nýju stjórnarskrárinnar. Við spjöllum við Björn um stjórnmálin almennt, afleiðingar nýju útlendingalaganna og um gang þingsins.
Þátturinn er í umsjón Karls Héðins Kristjánssonar sem er Ungur Sósíalisti, Anítu Sóleyjar Scheving Þórðardóttur frá aðgerðarhópnum Andófi og Ármanni Leifssyni sem kemur frá Ungu Jafnaðarfólki.