Baldvin Rúnarsson var 19 ára gamall, að hefja nám á fjórða ári við Menntaskólann á Akureyri, þegar að hann greindist með stórt heilaæxli. Hann hefur tekist á við sín veikindi af miklu æðruleysi og þótt brekkurnar hafi verið margar og brattar þá fer hann þær að því er virðist með jákvæðni og bjartsýni í farteskinu, vel studdur af fjölskyldu og vinum. Í dag er hann 25 ára og starfar sem, knattspyrnuþjálfari hjá Þór á Akureyri. Í fyrsta þætti af Ungt fólk og krabbamein á N4 fengum við að kynnast Baldvini og heyra hans sögu.