Guðríður Steingrímsdóttir er öryggisstjóri hjá Syndis sem hefur sérstakan áhuga á öryggisvottunum. Við ræðum við hana um hvernig fyrirtæki geta fyrirbyggt stórslys með því að hafa öryggismál í góðu standi. Guðríður reynir því að beina tali sínu að jákvæðri öryggismenningu sem snýr að fyrirbyggjandi aðgerðum frekar en að einblína á hvað er hægt að gera ef/þegar allt fer á versta veg. Á þeim nótum tölum við um öryggisstaðla og hvernig hægt er að fá hjálp við að koma öryggismálum hjá sér í betra stand.