Það er búist við góðri stemningu, gleði og átökum á komandi landsfundi VG. Von er á hátt í 300 manns í Safamýrina um helgina, þar sem bæði verður litið um öxl en sömuleiðis horft fram á við. Svona eins og stjórnmálafólk gerir. Sunna Valgerðardóttir og Bjarki Hjörleifsson ræða við Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann VG og fyrrverandi dýrahirði, og Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, skrifstofu- og viðburðarstjóra, leikara og fyrrverandi flugfreyju, um landsfundi fortíðarinnar, hvað sé svona merkilegt við þá og við hverju megi búast.