Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Gyða Dröfn Tryggvadóttir er frábær ráðgjafi í meðvirknifræðum Piu Melody og gefur hlustendum okkar hér innsýn í hvernig hún hefur öðlast skarpskyggni á hvernig mynstrin úr æsku birtast okkur á fullorðinsárum og hafa áhrif á öll okkar sambönd og tengsl. Að alast upp í klessutengslum eða hafa verið yfirgefin eða látin afskipt af uppalendum okkar hefur þannig langvarandi og lúmsk áhrif sem mikils er til að vinna að skoða og leita sér aðstoðar við, sér í lagi fyrir þau okkar sem eru í miðju kafi að ala upp eigin börn.Gyða segir okkur í samtali við Guðrúnu Ingu Torfadóttur frá ýmsum birtingarmyndum meðvirkni og hvernig við getum smátt og smátt fikrað okkur í þá átt að vera meira fullorðin í lífi okkar. Eins og segir á heimasíðu Heils heims: ​„að vera til staðar í eigin lífi er besta gjöf sem við getum gefið ​okkur sjálfum og öðrum."Þátturinn endar með núvitundarhugleiðslu sem Gyða leiðir okkur í. Við mælum með að leyfa þér að hvíla í þeirri hlustun.

60. Í heilum heimi í uppalendahlutverkinu með Gyðu DröfnHlustað

15. sep 2021