Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Eftir langan sumardvala erum við vöknuð til lífsins í Virðingu í uppeldi og hefjum kröftugan og fjörugan fræðslu- og umræðuvetur um virðingarríkt uppeldi með umfjöllun um bókina How To Talk So Little Kids Will Listen And Listen So Little Kids Will Talk. Það virðist loða við uppeldisbækur sem við lesum að vera með langa titla. En það er í lagi, við ráðum við það. Þær Anna Mjöll Guðmundsdóttir, Gyða Björg Sigurðardóttir og Margrét Thelma Líndal mættu í spjall til Guðrúnar Ingu Torfadóttur um þessa góðu bók eftir að Bókaklúbbur Meðvitaðra foreldra hafði varið tveimur löngum kvöldstundum í að ræða hana. Bókin er eins konar verkfærakista fyrir uppalendur sem vilja vera virðingarríkir og við förum nokkuð kerfisbundið í þættinum yfir það helsta auk þess að stinga inn reynslusögum hingað og þangað og bera saman við annað sem við höfum lesið.

59. Bókaklúbbur - Hvernig á að tala svo lítil börn hlusti og hlusta svo lítil börn taliHlustað

01. sep 2021