Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Í þessum fyrsta þætti eftir sumarfrí ræddi Guðrún Inga Torfadóttir við Sigrúnu Yrju Klörudóttur, sem er konan á bak við heimasíðuna, fb-hópinn og Instagram-reikninginn Always Remember To Play. Hvernig datt henni í hug, búandi á Austfjörðum með börnin sín í fæðingarorlofi, að hefja þá vegferð að gerast áhrifavaldur um leik barna með metnaðarfullum hætti? Við mælum með að hlusta á þetta spjall við frábæra konu. M.a. ræddum við:•Hvernig hún kynntist virðingarríku uppeldi.•Að búa úti á landi í fæðingarorlofi langt frá skarkala borgarinnar.•Hvað er eðlilegt að sýna af börnunum sínum á samfélagsmiðlum?•Samskipti kynjanna í foreldrahlutverkinu.•Hvernig hún reynir að hjálpa drengnum sínum að sýna tilfinningar.•Hvaða bækur liggja á náttborðinu hennar.•Um kennslustarfið með 12-13 ára börn og hvernig reynsla hennar nýttist í því og hvað henni þykir eftir þessi fyrstu kynni af kennarastarfinu. •Gildi útiveru barna.•Að spyrja börnin sín: Hvað þarftu í dag til þess að líða vel? •Að velja búsetu eftir gæðum skólastarfs – jafnvel á milli landa.

36. Aldrei gleyma að leika - spjall við Sigrúnu Yrju KlörudótturHlustað

19. ágú 2020