Í þessum þætti heimsóttu þær Birna Almarsdóttir, Dagný Hróbjartsdóttir og Laufey Ósk okkur í hlaðvarpið og fjölluðu um bók Janet Lansbury, Elevating Childcare með Guðrúnu Ingu Torfadóttur. Bókin er grunnbók um RIE-uppeldi og því er þetta frábær umfjöllun fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum efnum og góð upprifjun fyrir aðra. Þær grínuðust mikið inn á milli háalvarlegra umræðna og sögðu misviðeigandi reynslusögur - svo vonandi er þetta lifandi létt og leikandi hlustun.Gróft efnisyfirlit:· Grunnurinn um að virða börn sem einstaklinga – fyrstu mínúturnar· Að tengjast börnunum – á 9. mínútu· Að viðurkenna sannleika barna okkar - á 12. mínútu· Að elska bleyjuskipti – 18.15· Að leyfa börnum að syrgja og upplifa sorg – á 24. mínútu· Börn og svefn - tækifæri að skýra afstöðu okkar gegn cry-it-out aðferðum – 26:45· Gallinn við að láta börn sitja – 34:15· Læknisheimsóknir og svo yfir í leik barna – 40. mínúta· Töfraorðið: Að bíða – 53. mínúta · Um matarvenjur – 1:04· Að taka vel á móti tilfinningum – 1:13· Skilyrðislaus ást og mörk – 1:18· Gæðastundir – 1:26
55. Bókaklúbbur Suðurlandsþríeykisins skoðar grunnatriði RIE - Elevating Child Care