Í þættinum förum við nokkrar yfir hvað við erum að hugleiða í dag í tengslum við uppeldið og létum upptökutækið ganga á milli okkar. Það sem kom við sögu var ýmist uppeldi á okkur sjálfum eða börnunum okkar. Hér fengu vangaveltur að flakka um notkun uppnefna í systkinahópi, svefnrútínu, einkatíma, útiveru, húsverkaþátttöku, svefntíma, málþroska, að vera gagnsæ um okkar líðan við börnin og uppákomur og álag í miðju farsóttartímabili. Og dúndur hugleiðing um ofurkonuhugtakið. Þær sem voru til í tuskið að þessu sinni voru þær Svava Margrét Sigurðardóttir, Guðrún Björnsdóttir, Perla Hafþórsdóttir, Kristín Björg Viggósdóttir, Elsa Borg Sveinsdóttir og Gyða Björg Sigurðardóttir ásamt Guðrúnu Ingu Torfadóttur.