Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Í þættinum förum við nokkrar yfir hvað við erum að hugleiða í dag í tengslum við uppeldið og létum upptökutækið ganga á milli okkar. Það sem kom við sögu var ýmist uppeldi á okkur sjálfum eða börnunum okkar. Hér fengu vangaveltur að flakka um notkun uppnefna í systkinahópi, svefnrútínu, einkatíma, útiveru, húsverkaþátttöku, svefntíma, málþroska, að vera gagnsæ um okkar líðan við börnin og uppákomur og álag í miðju farsóttartímabili. Og dúndur hugleiðing um ofurkonuhugtakið. Þær sem voru til í tuskið að þessu sinni voru þær Svava Margrét Sigurðardóttir, Guðrún Björnsdóttir, Perla Hafþórsdóttir, Kristín Björg Viggósdóttir, Elsa Borg Sveinsdóttir og Gyða Björg Sigurðardóttir ásamt Guðrúnu Ingu Torfadóttur.

41. Umhugsunarefni dagsinsHlustað

28. okt 2020