Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Í þessum þætti gefum við hlustendum okkar færi á að hlusta á ítarlega umfjöllun okkar um bók Philippu Perry, Bókin sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu lesið (og börnin þín fagna að þú gerir). Bókin er löng og yfirgripsmikil en auðlesin að okkar mati og rímar vel við kenningar Mögdu Gerber og fleiri virðingarríka sérfræðinga um uppeldi. Guðrún Inga Torfadóttir stjórnaði upptökum og leyfði sér að grípa niður hér og þar í bókina í yfirferð sinni en góðir gestir úr Bókaklúbbi Meðvitaðra foreldra deildu hugrenningum sínum af einlægni og innsæi. Þau sem tóku til máls voru Anna Mjöll Guðmundsdóttir, Birna Almarsdóttir, Dagný Hróbjartsdóttir, Guðrún Birna le Sage, Gyða Björg Sigurðardóttir, Hulda Brynjarsdóttir, Laufey Ósk Magnúsdóttir, Matthías Ólafsson og Perla Hafsteinsdóttir. Í þessum þætti var farið yfir fyrri helming bókarinnar, þ.e. að skoða þína eigin baksögu sem barn foreldra þinna. Skoða síðan sambandið og samskipti þeirra sem eru í fjölskyldunni. Þá að fara yfir tilfinningar og hentuga svörun við þeim og loks um grunninn, meðgönguna, fæðinguna og fyrstu mánuðina.

43. Bókin sem... fyrri hlutiHlustað

25. nóv 2020