Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Í þessum þætti settumst við Guðrún Björnsdóttir, Guðrún Inga Torfadóttir, Gyða Björg Sigurðardóttir og Perla Hafþórsdóttir niður yfir fáeinar upptökur með börnunum okkar þar sem reyndi á eitthvað sem okkur þótti vera þess virði að taka upp. Þetta er því eins konar raunveruleg tilraunastofa þar sem við deilum upptökum okkar með hlustendum, ræðum þær og gefum hvor annarri endurgjöf. Það reynir hér á að koma nærri þriggja ára barni í daglúr og ein okkar fer yfir atburðarrás með nærri þriggja ára stúlkunni sinni eftir að hún missti þolinmæðina seint að kvöldi að koma henni heim úr matarboði. Þá er annar lítill strákur sem langar mikið að komast í sund og móðir hans ákveður að taka tíma og rými í að ræða það ofan í kjölinn með honum og litlu systur hans og finna lausnir. Að lokum birtum við langa hljóðupptöku af tiltekt Perlu með þriggja ára barninu sínu sem reynist hin fínasta núvitundarhlustun. Við komumst m.a. að því að það er mjög sniðugt að taka sig upp með þessum hætti í samskiptum okkar við börnin, því oft höldum við að við hljómum betur en við gerum og þetta er jafnvel þá aðhald fyrir okkur þegar á reynir.

29. Raunveruleg hljóðdæmiHlustað

14. apr 2020