Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Eftir gríðarlega neikvæðar fréttir að undanförnu um líðan barna, eineltismál, frásagnir af ofbeldi og með menntamálin í deiglunni töldum við rétt að taka aðeins púlsinn hjá tveimur frábærum sem vita talsvert um hlutina. Anna Rakel Aðalsteinsdóttir, félagsfræðingur og sáttamiðlari hjá Foreldrahúsi og Sólveig María Svavarsdóttir, heimakennari, unnu eitt sinn saman í grunnskóla. Þær hafa báðar gríðarmikla reynslu að baki að því að vinna með börnum, horfa á kerfið innan og utan frá, ala upp sín eigin börn og ala sig upp sjálfar aftur í leiðinni. Það var frábært að fá þær í opið spjall og barst talið m.a. að: - Hvert er hlutverk foreldra?- Hvernig setjum við mörk?- Hvert er skólasamfélagið að stefna? - Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru og hvernig getum við reynt að hreyfa þessa stóru skútu í átt til breytinga?Frábært og hugvekjandi spjall sem ég vona að við höfum öll gott af. Upptöku stjórnaði Guðrún Inga Torfadóttir en hún vitnaði nokkrum sinnum í nýja bók dr. Becky, Good Inside. Mælum með henni!

78. Mörk og samfélagslegt uppeldiHlustað

21. okt 2022