Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Áslaug Björt Guðmundardóttir, rithöfundur bókarinnar Þökk til þín, verkefnabókar, Guðrún Birna le Sage markþjálfi með meiru og uppeldiskúnstner og Þórhildur Magnúsdóttir verk- og hagfræðibræðingur, Kyrrukona og þakklætisiðkandi ræddu í þessum þætti við Guðrúnu Ingu Torfadóttur um þakklæti.Í þættinum ræddum við hvernig við styrkjum þakklætisvöðvann með iðkun, líkamlegri sem og andlegri og getum þannig unnið gegn neikvæði-skekkjunni, þar sem heilinn leitar uppi hættur og neikvæða hluti og sleppir þeim jákvæðu í gegn eins og götótt sigti.Og hvernig förum við að því að virkja þakklætið hjá börnunum? „Segðu takk fyrir“ nær ansi skammt og fyllir barnið ekki af þessari sælutilfinningu sem fylgir því þegar þakklætistilfinning þekur miðjuna að innan. RIE myndi alltaf mæla með því að vera fyrirmynd að kurteisi fremur en að þvinga kurteisisviðbrögð barnsins fram. En þakklæti barns sem hefur fengið hlustun og útrás fyrir erfiðar tilfinningar og allt dettur skyndilega í dúnalogn, barnið hjúfrar sig að okkur, horfir djúpt í augu okkar eða fer beint að tralla og leika sér? Það er þakklæti barnsins til okkar í verki. Við héldum rýminu fyrir það að fara í gegnum djúpan dal tilfinninga og koma upp hinum megin og það þakkar okkur fyrir á sinn hátt.Þakklæti hefur smitandi áhrif. Það væri gaman ef þakklætið í þessum þætti nær að smita þig. Þessi þáttur er lítill konfektmoli.

47. Konfektmoli með þakklætiHlustað

27. jan 2021