Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Sálgreinirinn og rithöfundurinn Sæunn Kjartansdóttir er ein helsta hugsjónarmanneskja eldri kynslóðarinnar um virðingarríkt og tengslavænt uppeldi. Perla Hafþórsdóttir tók á móti henni í litla eldhúsið sitt í spjall um helstu hugðarefni Sæunnar, sem hún hefur verið mikilvirk við að setja í orð og birta á prenti hingað til. Bækur hennar Fyrstu 1000 dagarnir, Árin sem enginn man, Hvað gengur fólki til? og nú síðast bók hennar um eigin uppeldisár, Óstýriláta mamma mín... og ég, eru allar frábærar og sumar hverjar hafa komið foreldrum af stað í virðingarríkt uppeldi. Foreldrar hafa þannig lagt enn betur að sér fyrstu æviár barns að huga að því sem öllu máli skiptir; tengslunum við litla barnið, eftir að hafa lesið bækur hennar og það er ekki lítil gjöf til yngstu borgaranna okkar. Sæunn Kjartansdóttir er í dag starfandi hjá Miðstöð foreldra og barna sbr. fyrstutengsl.is en teymið hennar tekur á móti fjölskyldum barna yngri en fimm ára gegn tilvísunum. Úrræðið verður smátt og smátt stærra og öflugra því mikil þörf er fyrir hendi til að styðja betur við barnafjölskyldur.Annars fór spjall þeirra Perlu og Sæunnar um víðan völl:Allt frá umræðum um fyrstu tengsl, um mörk og að halda rými fyrir tilfinningar barnanna, svefn barna, greiningar barna, nauðsyn fyrir þekkingu leikskólastarfsfólks á tengslauppeldi, forgangsröðun fjármuna í þágu góðrar umönnunar ungra barna og þá t.d. til að efla foreldrana og styðja. Þá ræða þær stuttlega svefn ungbarna og sambönd foreldranna. Mælum með þessu frábæra þætti og bjóðum Sæunni nú þegar til okkar aftur síðar.

54. Sæunn KjartansdóttirHlustað

05. maí 2021