Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

RIE fyrir fullorðna? Við fengum þær stöllur Agnesi Ósk Snorradóttur og Köru Elvarsdóttur sjúkraþjálfara frá Hraust þjálfun í heimsókn til okkar í skrautlega upptöku þar sem þær ræddu við þrjár Guðrúnar úr hópi Meðvitaðra foreldra, Guðrúnu Ingu Torfadóttur, sem þurfti svo að hlaupa í burtu að ná vinnufundi, Guðrúnu Birnu le Sage sem stýrði þessu af stakri rósemd áfram, og loks náði Guðrún Björnsdóttir í lokin til okkar eftir lok vinnufundar hjá sér til að deila hvernig heilsan hennar hrundi nú í haust. Þetta var frábært spjall sem mætti þó draga saman með þeim hætti að væntanlegum, nýbökuðum og alls óbökuðum mæðrum og bara foreldrum yfir höfuð er réttast að huga að heilsu sinni vandlega og kveikja á merkjum líkamans. En hreyfingin þarf þó alls ekki að fara fram með offorsi heldur einmitt öfugt, að fara fram með þeim hætti að á líkamann sé hlustað, rétt eins og börnin okkar. Agnes Ósk og Kara deildu því með okkur hvernig þær tóku sjálfar U-beygju sem sjúkraþjálfarar eftir að hafa tekið upp virðingarríka uppeldishætti og í kjölfarið endurskoðað sitt eigið hugarfar og skoðað hvaða lífsstíl þær gætu haldið uppi án þess að eiga í hættu að lenda í títt nefndri kulnun. Þær Kara og Guðrún Inga eiga það sameiginlegt að hafa verið í krefjandi menntaskóla á unga aldri ásamt krefjandi dansnámi og Guðrún Birna á bakgrunn í krefjandi þjálfun í fimleikum. Það er áhugavert að bera það saman við síðan það sem RIE-fræðin kenna okkur sbr. aðra þætti í Virðingu í uppeldi. En, minna er alls ekki alltaf meira og stundum er það bara til að senda okkur á bólakaf, eins og við heyrðum af reynslusögu Guðrúnar Björnsdóttur. Og kannski er okkur öllum hollt að hafa gagnrýnið hugarfar þegar við hlustum á ráð annarra og jafnvel fagfólks, sem er eitthvað sem fæstum var kennt í æsku. Og grindarbotninn! Ekki má gleyma honum.Njótið.

22. RIE fyrir fullorðna?Hlustað

08. jan 2020