Alma Björk er menntaður framhaldsskólakennari, viðskiptafræðingur og umhyggjusöm þriggja barna móðir sem segir Guðrúnu Ingu í þessum þætti frá baráttu sinni fyrir réttindum sonar síns í grunnskólakerfinu. Sú barátta hefur leitt líf hennar inn á nýjar og aðrar brautir; hún hóf nám í lögfræði og hefur son sinn nú í heimakennslu og á í virku samtali við aðra foreldra í svipuðum sporum inni á hópnum Sagan okkar á Facebook ásamt því að hafa reynt eins og hún getur að ná til eyrna skólayfirvalda og stjórnvalda. Við ræðum hér um reynslu Ölmu Bjarkar og frábærlega skýru sýn hennar á hvað sé að þeirri stefnu sem sumir skólar hafa tekið við hegðunarerfiðleikum barna sem sækja skólana og hver réttindi barna til að líða vel í skólanum sínum eru og hvernig megi betur styðja við þau réttindi.Þessi þáttur er undanfari umfjöllunar Bókaklúbbs meðvitaðra foreldra um bókina Beyond Behaviors eftir dr. Monu Delahooke sem kom út á árinu 2019 og vekur sífellt meiri athygli fagaðila og foreldra um heim allan.