Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Ágústu Margréti Arnardóttur kynntust hlustendur okkar í 17. þætti. Þegar hún kom í bæjarferð um daginn gripum við tækifærið og Guðrún Inga Torfadóttir og Guðrún Birna le Sage fengu hana aftur í settið og þær spjölluðu út frá nýrri bók Daniels Siegels og Tinu Brysons, The Power of Showing Up. Þegar kom að því að klippa þáttinn komst Guðrún Inga að því að hann á fullt erindi við okkur í dag. Við gerðum svo það sem allir eru að gera í dag, fórum á fjarfund og tókum upp inngang að þættinum til þess að tala um stöðuna núna og hvernig okkur er að takast að kljást við ástandið. Af því að við getum sjaldan verið stuttorðar að því er virðist var það nánast efni í annan þátt, eða heilar 40 mínútur.Við ræddum hvernig getum við komist út fyrir dyrnar, jafnvel strax að morgni. Og hvernig maður getur verið þakklátur fyrir allt sem maður hefur til taks, en samt horfst í augu við að þetta er áskorun og vekur upp margar tilfinningar. Sóttkvíin er ekki eitthvað til að hræðast, heldur má taka henni fagnandi og gera það besta úr henni. Jafnvel þótt foreldrarnir þurfi að framkvæma vinnuna heiman frá sér og uppfylla mörg hlutverk í einu vetfangi. En eftir hinn örstutta 40 mínútna inngang er svo komið að sjálfum þættinum. Grundvallarþemað í fyrrnefndri bók Daniels og Tinu er að það áhrifaríkasta sem foreldrar geti gert er að „show up“ eða vera til staðar fyrir börn sín. Og þau tala um hin fjögur S sem börn þurfa að finna í tengslum við foreldra sína, eða sem útleggst á ensku sem „safe, seen, soothed og secure“. Einnig tala þau um PEACE, eða „presence, engagement, affection, calm og empathy“. Við fórum á hundavaði yfir fræði bókarinnar og tengdum við okkar eigin reynslu að venju.

28. Að vera til staðar - með Ágústu Margréti ArnardótturHlustað

01. apr 2020