Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Kristín Björg Viggósdóttir fékk þau Viðar Halldórsson og Guðlaugu Ingibjörgu Þorsteinsdóttur í spjall um tilgang íþróttaiðkunar fyrir börn. Þau ræddu aðgengi barna að íþróttum og hvernig íþróttir gætu verið meira á forsendum barnanna frekar en á forsendum íþróttagreina. Til að mynda hefur sýnt sig að börn innflytjenda taka síður þátt í íþróttum og stelpur síður en strákar. Einnig getur verið flókið fyrir börn með tvö lögheimili að stunda íþróttir. Þá ræddu þau um mismunandi styrkleika barna, hversu óþarft og skaðlegt það getur verið að umbuna eða veita börnum á yngri árum verðlaun fyrir afrek í íþróttum. Hvernig getum við foreldrar sýnt góð og styðjandi viðbrögð við frammistöðu barnsins í íþróttum? Mikilvægt sé að ræða við börnin um hvernig þeim leið í keppni. Að lokum var rætt um skólasund og skólaíþróttir og hvað mætti betur fara þar.Viðar Halldórsson er prófessor í félagsfræði og hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir mörg af bestu íþróttaliðum landsins. Viðar hefur rannsakað og skrifað um félagslegar forsendur árangurs. Viðar hefur látið til sín taka í umræðu um afreksvæðingu íþrótta á Íslandi en til eru margar greinar eftir hann og viðtöl við hann. Nýlega skrifaði Viðar bók um stemningu og liðsheild í íþróttum fyrir breska útgáfufyrirtækið Routledge. Bókin heitir Sport in Iceland: How small nations achieve international success og er meðal annars til á Amazon.Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir íþrótta- og lýðheilsufræðingur starfar hjá geðheilsuteymi Höfuðborgarsvæðisins. Guðlaug spilaði lengi íshokkí og var íþróttastjóri og þjálfari hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Að auki hefur Guðlaug þjálfað börn og fullorðna í íþróttum og heilsurækt. Þess má geta að Guðlaug er fyrrum nemandi Viðars úr íþróttafræði í HR.

76. Um íþróttauppeldi barnaHlustað

31. ágú 2022