Í þessum síðari þætti um bók Philippu Perry, Bókin sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu lesið, förum við yfir skilyrði góðrar geðheilsu og að setja mörk. Þetta var svo gott efni að við áttum erfitt annað en að tala djúpt og mikið og það var áskorun að klippa eitthvað í burtu til að þetta yrði ekki allt of langt. Þátttakendur að þessu sinni voru reynslu- og þekkingarbrunnar: Ágústa Margrét Arnardóttir, Birna Almarsdóttir, Brynja Gestsdóttir, Dagný Hróbjartsdóttir, Hulda Brynjarsdóttir, Laufey Ósk Magnúsdóttir og Perla Hafþórsdóttir, ásamt Guðrúnu Ingu Torfadóttur sem annaðist upptökur.