Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Við höfum nokkrum sinnum fjallað um hreyfiþroska ungbarna hér í hlaðvarpinu. Fyrst í þætti okkar um grunnatriði RIE og um að kenna eða kenna ekki, þegar við vorum að hefja flugið í þessu hlaðvarpi fyrir tveimur árum síðan. Þá hafa bæði sjúkraþjálfararnir Agnes og Kara úr Hraust þjálfun aðeins komið inn á þetta með okkur í 22. þætti sem og Freyja Barkardóttir sjúkraþjálfari og Kristín Björg Viggósdóttir iðjuþjálfi í 33. þætti. Í dag ætlum við aftur að taka þetta upp – og ítarlegar. Af hverju? Jú, vegna þess að almennt þarna úti er oft misskilningur um hvað við erum að tala fyrir. Er það leti? Afskiptaleysi? Það getur virst sem svo en er í raun allt annað og í raun oft meira krefjandi en að taka sér hlutverk þjálfara og kennara. Og af hverju nefnum við að leggja barn ekki á magann í tíma og ótíma til þess eins og það vinni upp styrk í hálsi og hrygg og vitnum þá í dr. Emmi Pikler?Gott er að hafa líka önnur sjónarhorn og Snorri Magnússon ungbarnasundskennari og ástríðumaður um þroska ungbarna gaf okkur góðan efnivið til að melta en hann mætti til okkar í síðari hluta þáttarins.En til að byrja með eru það Kara Elvarsdóttir sjúkraþjálfari og Perla Hafþórsdóttir ásamt Guðrúnu Ingu Torfadóttur, sem allar hafa alið upp börn að einhverju leyti með þessi fræði að leiðarljósi hvað hreyfiþroska varðar. Tilvitnanir úr þættinum:„Hreyfiþroski ungbarna getur verið óviljandi skemmdur með aðkomu vel meinandi umönnunaraðila – en þessu getur verið afstýrt með aðferðafræði Pikler, segir Dorothy Marlen.“Snorri Magnússon: „Það gerist ekkert með þróun barna, nema börnin fái áreiti.“ Og þá vaknaði hjá okkur spurningin: Hvers konar áreiti og hversu mikið? Vitnað í:The Development of Movement – Stages, útdráttur úr „Peaceful Babies—Contented Mothers“ eftir dr. Emmi Pikler: https://thepiklercollection.weebly.com/development.html Ultimate Guide About Emmi Pikler Approach and Principles: https://ettetete.com/blogs/news/ultimate-article-about-emmi-pikler-apporach-and-principles?ls=en&cache;=false#babies The Pikler Approach, Part 1, e. Dorothy Marlen: https://www.teachearlyyears.com/under-2s/view/the-pikler-approach-part-1 Meira áhugavert efni:The Case Against Tummy Time, e. Irene Lyon: https://www.janetlansbury.com/2011/08/the-case-against-tummy-time-guest-post-by-irene-gutteridge/ Þroski barna frá 18 mánaða aldri, Center for Parenting Education: https://centerforparentingeducation.org/library-of-articles/child-development/child-development-by-age/?fbclid=IwAR1XSYy3h8FEwiszmzKToxpi_oja1L3lIwn1e8SzQ8BBKbWixn1Spd8G188Að verða maður með mönnum – Landlæknisembættið: https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item17780/What is Trained Develops, e. Hermund Sigmundsson o.fl.: https://www.mdpi.com/2075-4663/5/2/38/pdf

Enn um hreyfiþroska með góðum gestumHlustað

06. okt 2021