Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Í dag hefjum við umfjöllun okkar um fræði og boðskap Alfies Kohns, og þá sérstaklega út frá bókinni hans Unconditional Parenting sem hann gaf út árið 2005 og fjallar um skilyrðislaust uppeldi ásamt því að við ræðum lítillega eina frægustu fyrri bóka hans, Punished by Rewards, frá árinu 1993. Í Time magazine hefur Alfie verið lýst sem „ef til vill mesta gagnrýnanda Bandaríkjanna um áhuga menntakerfisins á einkunnum.“ Hann gagnrýnir samkeppni og verðlaunadýrkun og hefur verið óþreytandi að tala og skrifa um málefnið. Við ætlum sem sagt aðeins að fjalla um bókina Unconditional Parenting með því að stikla á stóru í fyrri helmingi bókarinnar í þessum þætti og svo síðari helmingi í þeim næsta út frá okkar eigin reynslu að venju.1.-4. kaflar bókarinnar fjalla um hegðunarvandamál sem leiða af ást foreldra á börnum með skilyrðum, og af hverju vinsælar uppeldisaðferðir láta börnum líða eins og þau séu samþykkt aðeins ef þau fara að kröfum foreldra sinna. Fimmti kafli fjallar síðan um þegar börnum líður eins og foreldrar þeirra elski þau bara ef þeim vegnar vel í einhverju, t.d. skóla eða íþróttum. Í síðari helmingi bókarinnar fjallar Alfie síðan um hvernig við getum fært okkur frá þessum sem hann nefnir úreldu aðferðum og yfir í eitthvað allt annað og betra, sem verður þá umfjöllunarefni næsta þáttar.Þátttakendur að þessu sinni eru þær Guðrún Birna le Sage og Gyða Björg Sigurðardóttir ásamt Guðrúnu Ingu Torfadóttur.

24. Vandamálin við skilyrt uppeldi - Alfie Kohn fyrsti hlutiHlustað

05. feb 2020