Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Við höldum áfram að ræða um líkama okkar mæðranna. Djúpt samþykki, tenging og tjáning með líkamanum er bransinn sem Margrét Erla Maack lifir og hrærist í. Guðrún Inga Torfadóttir fékk þessa vinkonu sína úr framhaldsskóla og ballett til þess að opna á það með hlustendum okkar hversu mikilvægt það er að við konurnar samþykkjum okkur sjálfar. Hennar leið er að standa á sviði misfáklædd og gera grín að sjálfri sér og kenna öðrum konum í Kramhúsinu að detta í gírinn. Enginn líkami er rangur líkami og að missa vitundina frá hálsi og niður um ástand síns eigin líkama er eitthvað sem við tengjum margar við eftir meðgöngu og fæðingu. Hressandi og ljúft spjall við þessa yndislegu konu sem afsakar hvorki rýmið sem hún lifir og hrærist í né hvaða þarfir hún hefur. Það er eitthvað sem við getum allar tekið okkur til fyrirmyndar.

23. RIE fyrir fullorðna II - Margrét Erla Maack um líkamsvitund, mjaðmahristur o.fl.Hlustað

22. jan 2020