Virðing í uppeldi

Virðing í uppeldi

Guðrún Inga Torfadóttir ræðir við Kristínu Björgu Viggósdóttur og Sólveigu Maríu Svavarsdóttur um hvernig má best efla foreldra í hlutverki sínu þegar börnin fara inn í unglingsárin.Þetta eru árin sem heilinn fer í gegnum ferli sem má líkja við að fara í allsherjar tiltekt og gerist í gamla heilanum fyrst og fremst, randkerfinu, og færir sig síðar ofar og framar og yfir í framheilann allra síðast. Barnið getur verið sjálfhverft og hugsar einvörðungu út frá eigin hagsmunum. Þetta er bæði frelsandi og framandi fyrir foreldrið, því skyndilega er líka rödd foreldrisins alveg fáránleg. Aðrar, nýjar raddir mun áheyrilegri. Þetta ferli er nauðsynlegt í þroskanum að sjálfstæðu lífi. Á meðan er eins gott að taka engu of persónulega. Þegar þú upplifir síðan skapofsaköst og augnsvipi sem lýsa fyrirlitningu, barnið kemur heim og á ekki eitt orð fyrir þig um hvernig dagur þess var og virðist þurfa að leggjast í hýði og borða bara kolvetnabombur sem hljóma fáránlegar – þá megum við vita að allt þetta er mun stærri upplifun og hræðilegri oft fyrir það sjálft en okkur. Eða hvað? Það er alla vega ýmislegt sem foreldrar geta gert til að styðja við barnið sitt og upplifa í leiðinni ánægjulegra tímabil.

99. UnglingarHlustað

23. jan 2025